Enski boltinn

Ricky Hatton spáir að Manchester City vinni 8-0 um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ricky Hatton og Manny Pacquiao.
Ricky Hatton og Manny Pacquiao. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fyrrum atvinnuboxarinn Ricky Hatton er mikill stuðningsmaður Manchester City liðsins og gerir greinilega engar venjulegar kröfur til sinna manna.BBC fékk Hatton til að spá fyrir um leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og boxarinn heimsþekkti var á því að Manchester City muni vinna Queens Park Rangers 8-0 á útivelli.

Þessi spá Hatton er sú eina sem sker sig úr en hann spáir Manchester United 3-1 sigri á Sunderland, Liverpool 3-1 sigri á Swansea, Arsenal 3-1 sigri á West Brom og Chelsea 2-1 útisigri á Blackburn.

Gamli Liverpool-maðurinn Mark Lawrenson er einnig að spá fyrir um úrslit þessara leikja en hann er á því að City vinni 2-0 sigur á Loftus Road og öll fyrrnefnd lið vinni sína leiki fyrir utan Chelsea sem hann býst við að nái aðeins jafntefli á Ewood Park.

Það er hægt að sjá spá þeirra félaga með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×