Enski boltinn

Ferguson vill fá Gaitan til United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar segja að Manchester United sé nú að undirbúa 40 milljóna punda tilboð í Nicolas Gaitan, miðjumann Benfica.

Gaitan átti frábæran leik gegn United þegar að liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði og var hann verðlaunaður með nýjum fimm ára samningi fyrir nokkrum dögum.

En Benfica neyðist þó til að selja hann ef tilboð berst upp á 40 milljónir punda og mun United standa fremst í kapphlaupinu um kappann. Inter Milan og Paris Saint-Germain eru einnig sögð áhugasöm.

Gaitan er Argentínumaður og hóf ferilinn hjá Boca Juniors. Hann var svo seldur til Benfica fyrir átta milljónir punda árið 2010. Sparkspekingar ytra telja hann jafnvel betri en Angel di Maria sem var seldur frá Benfica til Real Madrid fyrir 25 milljónir punda árið 2010.

Ferguson er sagður líta á Gaitan sem eftirmann Paul Scholes en hann lagði skóna á hilluna að loknu síðasta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×