Enski boltinn

Öll úrslitin: Enn tapar Bolton - City vann manni færri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn City fagna einu marka sinna í dag.
Leikmenn City fagna einu marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images
Þeim fimm leikjum sem hófust klukkan 14.00 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Manchester City er enn með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 3-1 sigur á Wolves á heimavelli.

Vincent Kompany fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og um leið dæmda á sig vítaspyrnu er Stephen Hunt, leikmaður Wolves, skoraði úr og minnkaði þar með muninn í 2-1. Adam Johnson náði þó að gulltryggja sigur City með föstu skoti utan teigs í uppbótartíma.

City komst yfir með marki Edin Dzeko snemma í síðari hálfleik eftir skelfileg mistök Wayne Hennessey í marki Úlfanna. Aleksandar Kolarov kom svo City í 2-0 stuttu síðar. Vítaspyrnan hleypti smá lífi í leikinn og sigurinn því ekki eins öruggur hjá City og oft áður í vetur.

Ófarir Bolton halda áfram en liðið steinlá fyrir nýliðum Swansea á útivelli, 3-1. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton sem er aðeins með sex stig í næstneðsta sæti deildarinnar.

Ricardo Gardner, leikmaður Bolton, fékk að líta rauða spjaldið strax í fyrri hálfleik og gerði það liðinu erfitt fyrir í dag.

Wigan er í neðsta sætinu með fimm stig eftir 2-0 tap fyrir Fulham í dag. Blackburn, sem var á botninum fyrir daginn í dag, komst upp í sex stig en missti reyndar unnin leik gegn Norwich á útivelli niður í jafntefli þökk sé marki Grant Holt úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Vítaspyrnudómurinn var umdeildur en hendi var dæmd á Steven Nzonzi, leikmann Blackburn. Endursýningar í sjónvarpi þóttu sýna að um vafasam dóm var að ræða.

Sunderland og Aston Villa gerðu svo 2-2 jafntefli á leikvangi ljóssins en Stephane Sessegnon skoraði jöfnunarmark heimamanna með skalla þegar skammt var til leiksloka. Aston Villa komst tvívegis yfir í leiknum en það dugði samt ekki til.

Úrslit og markaskorarar dagsins /Staðan í ensku úrvalsdeildinni:

Manchester City - Wolves 3-1

1-0 Edin Dzeko (52.)

2-0 Aleksandar Kolarov (67.)

2-1 Stephen Hunt, víti (75.)

3-1 Adam Johnson (90.)

Sunderland - Aston Villa 2-2

0-1 Stilian Petrov (20.)

1-1 Connor Wickham (38.)

1-2 Richard Dunne (85.)

2-2 Stéphane Sessegnon (89.)

Swansea - Bolton 3-1

1-0 Joe Allen (49.)

2-0 Scott Sinclair, víti (57.)

2-1 Danny Graham, sjálfsmark (74.)

3-1 Danny Graham (93.)

Norwich - Blackburn 3-3

0-1 David Hoilett (48.)

1-1 Steve Morison (53.)

1-2 Yakubu Aiyegbeni (62.)

1-3 Christopher Samba (64.)

2-3 Bradley Johnson (82.)

3-3 Grant Holt, víti (90.)

Wigan - Fulham 0-2

0-1 Clint Dempsey (42.)

0-2 Moussa Dembélé (87.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×