„Þetta er ásættanlegt stig sem við erum að fá hér í kvöld,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í gær.
„Ég verð að vera sáttur eftir nokkuð dapran leik að okkar hálfu, en það voru erfiðar aðstæður á vellinum í kvöld. Við spiluðum fyrri hálfleikinn mjög illa og sýndum alls ekki okkar besta leik".
„Eftir að Keflvíkingar komust yfir þá fórum mínir leikmenn að taka fleiri áhættur og spiluðu boltanum betur á milli sín. Við tókum aðeins yfir leikinn í restina og það skilaði okkur þessu jöfnunarmarki,“ sagði Rúnar.
Rúnar: Ásættanlegt stig
Stefán Árni Pálsson skrifar