Enski boltinn

Stuðningsmönnum og starfsmönnum Blackburn lentu saman

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Steve Kean, stjóri Blackburn, vill láta rannsaka meint átök á milli stuðningsmanna Blackburn og starfsmanna í þjálfarateymi félagsins í leik liðsins gegn Newcastle á miðvikudagskvöldið.

Blackburn vann 4-3 sigur og komst þar með áfram í 16-liða úrslit ensku deildabikarkeppninnar.

Gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur þó verið slæmt og vilja margir stuðningsmenn Kean burt frá félaginu.

Paul Clement, nýráðinn yfirþjálfari hjá Blackburn, mun hafa blótað stuðningsmönnum sem sátu við varamannaskýli liðsins á leiknum í sand og ösku við litla hrifningu þeirra sem heyrðu.

Kean segir að hann hafi ekki vitað af þessu en lofaði að hann muni láta rannsaka málið. „Ef eitthvað átti sér stað mun ég rannsaka málið og ræða við öryggisfulltrúa okkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×