Enski boltinn

Mancini neitaði að svara spurningum um Tevez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Á meðan allt lék í lyndi.
Á meðan allt lék í lyndi. Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, neitar enn að svara spurning um málefni Carlos Tevez.

Tevez hefur verið sektaður um tveggja vikna laun fyrir að neita að koma inn á sem varamaður í leik City og Bayern München í síðasta mánuði. City vildi reyndar sekta hann um fjögurra vikna laun en fékk það ekki í gegn hjá samtökum leikmanna sem verða að samþykkja svo þunga refsingu.

Mancini hélt blaðamannafund í morgun fyrir leik liðsins gegn Wolves á morgun en fyrir fundinn fengu blaðamenn þau skilaboð að Mancini myndi ekkert ræða um Tevez.

Hvað City varðar er máli Tevez lokið en það er þó jafnvel búist við því að Tevez muni lögsækja Mancini vegna þeirra ummæla sem hann lét falla eftir leikinn í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×