Umfjöllun: Tvö töpuð stig gegn Belgíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 21. september 2011 17:56 Hólmfríður Magnúsdóttir í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm Ísland gerði í kvöld markalaust jafntefli við Belgíu í undankeppni EM 2013. Úrslitin eru afar svekkjandi, sérstaklega í ljósi góðrar byrjunar Íslands í riðlinum. Íslensku leikmennirnir stjórnuðu leiknum lengst af og fengu mörg góð færi til að skora. En allt kom fyrir ekki og Belgar, sem lögðu allt kapp á varnarleik í kvöld, fögnuðu stiginu vel og innilega. Það var snemma ljóst að dagsskipunin hjá Belgíu var að verjast. Gestirnir voru mjög þéttir fyrir og vörðust aftarlega á vellinum. Í föstum leikatriðum fóru svo allir leikmenn Belgíu inn í eigin vítateig og þar fram eftir götunum. En eftir 25 mínútna leik fóru stelpurnar að auka hraðann og þá kom hvert færið á fætur öðru. Það fyrsta fékk Hólmfríður Magnúsdóttir er hún hitti einfaldlega ekki boltann af stuttu færi og stuttu síðar lagði Margrét Lára upp tvö færi með stuttu millibili, fyrir Dóru Maríu og Söru Björk. Skot þeirra beggja misstu marks. Belgar fengu fáeinar skyndisóknir sem þó ekkert kom úr. Þær létu þó reyna á Þóru á markinu með nokkrum langskotum en meira var það ekki. Tæplega þrjú þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum fengu í raun meira af því sama í síðari hálfleik. Ísland var miklu mun meira með boltann, skapaði sér nokkur góð færi sem ekki tókst að nýta. Í raun var það ótrúlegt hversu sjaldan tókst að hitta markrammann. Það reyndi allt of lítið á markvörð Belgíu sem er mikil synd því oft á tíðum virkaði hún afar óörugg á boltann. Eitt besta færið í leiknum fékk Margrét Lára þegar hún lyfti boltanum yfir áðurnefndan markvörð sem var týnd í eigin vítateig eftir glórulaust úthlaup. Margrét Lára þurfti bara lyfta boltanum yfir hana og í markið en eins og svo oft áður hæfði hún ekki markið. Margrét Lára nýtir sjálfsagt níu af hverjum tíu færum af þessum toga en þetta var í raun saga leiksins. Sara Björk og Hallbera Guðný fengu líka báðar fín skotfæri í seinni hálfleik en þrátt fyrir að hafa verið nánast pressulausar í góðri stöðu voru skot þeirra hátt yfir mark gestanna. Úrslitin eru sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að Ísland vann góðan sigur á betra liði um helgina (3-1 gegn Noregi). Stelpurnar mega ekki við því að misstíga sig aftur ætli þær sér að ná sínum markmiðum og vinna riðilinn og er óskandi að úrslitin í kvöld verði verði til þess að skerpa enn á leik liðsins í komandi verkefnum.Ísland - Belgía 0-0 Dómari: Christine Beck, Þýskalandi.Tölfræðin: Skot (á mark): 19-7 (4-3) Varin skot: Þóra 3 - Broos 4 Hornspyrnur: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-15 Rangstöður: 1-2 Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á vellinum. Íslenski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Ísland gerði í kvöld markalaust jafntefli við Belgíu í undankeppni EM 2013. Úrslitin eru afar svekkjandi, sérstaklega í ljósi góðrar byrjunar Íslands í riðlinum. Íslensku leikmennirnir stjórnuðu leiknum lengst af og fengu mörg góð færi til að skora. En allt kom fyrir ekki og Belgar, sem lögðu allt kapp á varnarleik í kvöld, fögnuðu stiginu vel og innilega. Það var snemma ljóst að dagsskipunin hjá Belgíu var að verjast. Gestirnir voru mjög þéttir fyrir og vörðust aftarlega á vellinum. Í föstum leikatriðum fóru svo allir leikmenn Belgíu inn í eigin vítateig og þar fram eftir götunum. En eftir 25 mínútna leik fóru stelpurnar að auka hraðann og þá kom hvert færið á fætur öðru. Það fyrsta fékk Hólmfríður Magnúsdóttir er hún hitti einfaldlega ekki boltann af stuttu færi og stuttu síðar lagði Margrét Lára upp tvö færi með stuttu millibili, fyrir Dóru Maríu og Söru Björk. Skot þeirra beggja misstu marks. Belgar fengu fáeinar skyndisóknir sem þó ekkert kom úr. Þær létu þó reyna á Þóru á markinu með nokkrum langskotum en meira var það ekki. Tæplega þrjú þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum fengu í raun meira af því sama í síðari hálfleik. Ísland var miklu mun meira með boltann, skapaði sér nokkur góð færi sem ekki tókst að nýta. Í raun var það ótrúlegt hversu sjaldan tókst að hitta markrammann. Það reyndi allt of lítið á markvörð Belgíu sem er mikil synd því oft á tíðum virkaði hún afar óörugg á boltann. Eitt besta færið í leiknum fékk Margrét Lára þegar hún lyfti boltanum yfir áðurnefndan markvörð sem var týnd í eigin vítateig eftir glórulaust úthlaup. Margrét Lára þurfti bara lyfta boltanum yfir hana og í markið en eins og svo oft áður hæfði hún ekki markið. Margrét Lára nýtir sjálfsagt níu af hverjum tíu færum af þessum toga en þetta var í raun saga leiksins. Sara Björk og Hallbera Guðný fengu líka báðar fín skotfæri í seinni hálfleik en þrátt fyrir að hafa verið nánast pressulausar í góðri stöðu voru skot þeirra hátt yfir mark gestanna. Úrslitin eru sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að Ísland vann góðan sigur á betra liði um helgina (3-1 gegn Noregi). Stelpurnar mega ekki við því að misstíga sig aftur ætli þær sér að ná sínum markmiðum og vinna riðilinn og er óskandi að úrslitin í kvöld verði verði til þess að skerpa enn á leik liðsins í komandi verkefnum.Ísland - Belgía 0-0 Dómari: Christine Beck, Þýskalandi.Tölfræðin: Skot (á mark): 19-7 (4-3) Varin skot: Þóra 3 - Broos 4 Hornspyrnur: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-15 Rangstöður: 1-2 Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á vellinum.
Íslenski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira