Enski boltinn

Jacobsen íhugar að snúa heim til Danmerkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Danski landsliðsmaðurinn Lars Jacobsen segir að til greina komi að hann muni snúa aftur í danska boltann nú þegar að samningur hans við West Ham er að renna út.

Jacobsen verður með danska landsliðinu sem kemur til Íslands í vikunni og spilar við Ísland á Laugardalsvelli á laugardagskvöldið.

„Já, ég er að íhuga að koma aftur heim til Danmerkur. Það er einn af möguleikunum,“ sagði hann við danska fjölmiðla.

„En þar með er ekki sagt að það sé ákveðið. Ég ætla að halda öllum möguleikum opnum.“

Bakvörðurinn sterki hefur helst verið orðaður við FC Kaupmannahöfn, sem Ragnar Sigurðsson samdi við á dögunum. Sölvi Geir Ottesen er einnig á mála hjá FCK.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×