Atli Sigurjónsson: Það er ekki ætlunin að sitja á bekknum hjá KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2011 06:30 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, með Atla Sigurjónssyni í gær. Mynd/Valli KR-ingar eru komnir langt með að setja saman liðið sem mun reyna að verja Íslands- og bikarmeistaratitlana á næsta sumri en þeir héldu blaðamannafund í gær þar sem tilkynnt var um undirskriftir fjórtán leikmanna. Þrír nýir leikmenn eru í þessum hópi en þeir eru allir ungir landsbyggðarmenn sem hafa verið í stórum hlutverkum hjá sínum félögum þrátt fyrir ungan aldur. Þetta eru þeir Haukur Heiðar Hauksson, 20 ára fyrirliði KA, Þorsteinn Már Ragnarsson, 21 árs fyrirliði Víkings í Ólafsvík, og Atli Sigurjónsson, 20 ára miðjumaður Þórs, sem vakti mikla athygli á sínu fyrsta ári í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Stóra fréttin er þriggja ára samningur Atla en áður var ljóst að Haukur og Þorsteinn ætluðu að reyna sig í Vesturbænum. „Þetta er búið að vera heillengi í loftinu þannig að það er mjög fínt að vera búinn að klára þetta. Ég hef bara gott af þessari samkeppni og þetta verður bara spennandi. Það er ekki ætlunin að sitja á bekknum,“ sagði Atli en hann viðurkennir að það sé erfitt að fara frá Þór þar sem hann hefur spilað með alla tíð. „Ég er búinn að vera jafnlengi hjá Palla og ég er búinn að vera hjá foreldrum mínum þannig að það er erfitt að fara frá þeim öllum.Ég komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ég þyrfti að spila í Pepsi-deildinni,“ segir Atli og bætir við: „Það gekk ekki upp núna að komast í atvinnumennskuna en þá fer maður bara upp á enn þá hærri stökkpall og stekkur þaðan. Það er klárlega eitthvað sem ég stefni að,“ sagði Atli. Ellefu leikmenn framlengdu samninga sína en þeir eru Baldur Sigurðsson, Björn Jónsson, Dofri Snorrason, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Gunnar Þór Gunnarsson, Hugi Jóhannesson, Óskar Örn Hauksson, Kjartan Henry Finnbogason og Torfi Karl Ólafsson. Ásgeir Örn Ólafsson og Jordao Diogo hafa einnig framlengt samning sinn en þeir eru á láni hjá erlendum félögum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
KR-ingar eru komnir langt með að setja saman liðið sem mun reyna að verja Íslands- og bikarmeistaratitlana á næsta sumri en þeir héldu blaðamannafund í gær þar sem tilkynnt var um undirskriftir fjórtán leikmanna. Þrír nýir leikmenn eru í þessum hópi en þeir eru allir ungir landsbyggðarmenn sem hafa verið í stórum hlutverkum hjá sínum félögum þrátt fyrir ungan aldur. Þetta eru þeir Haukur Heiðar Hauksson, 20 ára fyrirliði KA, Þorsteinn Már Ragnarsson, 21 árs fyrirliði Víkings í Ólafsvík, og Atli Sigurjónsson, 20 ára miðjumaður Þórs, sem vakti mikla athygli á sínu fyrsta ári í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Stóra fréttin er þriggja ára samningur Atla en áður var ljóst að Haukur og Þorsteinn ætluðu að reyna sig í Vesturbænum. „Þetta er búið að vera heillengi í loftinu þannig að það er mjög fínt að vera búinn að klára þetta. Ég hef bara gott af þessari samkeppni og þetta verður bara spennandi. Það er ekki ætlunin að sitja á bekknum,“ sagði Atli en hann viðurkennir að það sé erfitt að fara frá Þór þar sem hann hefur spilað með alla tíð. „Ég er búinn að vera jafnlengi hjá Palla og ég er búinn að vera hjá foreldrum mínum þannig að það er erfitt að fara frá þeim öllum.Ég komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ég þyrfti að spila í Pepsi-deildinni,“ segir Atli og bætir við: „Það gekk ekki upp núna að komast í atvinnumennskuna en þá fer maður bara upp á enn þá hærri stökkpall og stekkur þaðan. Það er klárlega eitthvað sem ég stefni að,“ sagði Atli. Ellefu leikmenn framlengdu samninga sína en þeir eru Baldur Sigurðsson, Björn Jónsson, Dofri Snorrason, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Gunnar Þór Gunnarsson, Hugi Jóhannesson, Óskar Örn Hauksson, Kjartan Henry Finnbogason og Torfi Karl Ólafsson. Ásgeir Örn Ólafsson og Jordao Diogo hafa einnig framlengt samning sinn en þeir eru á láni hjá erlendum félögum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira