Ólafur Jóhannesson: Íslendingur á að þjálfa íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2011 14:45 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni. „Við skulum vona það að ég nái sigri í síðasta heimaleiknum en við munum gera allt sem við getum til þess að vinna leikinn, það er ljóst," sagði Ólafur. Ólafur varð að gera breytingu á hópnum því markvörðurinn Stefán Logi Magnússon og Rúrik Gíslason eru báðir í banni í leiknum á morgun. En mun Hannes Þór Halldórsson, byrja í markinu? „Ég kallaði Harald inn í hópinn og er með tvo fína markmenn. Ég tel meiri líkur á því að Hannes byrji í markinu," sagði Ólafur. Hann hefur einnig kallað á Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn fyrir Veigar Pál Gunnarsson en hann var settur út úr hópnum. „Ég gef ekki gert það upp við mig hvort Björn Bergmann fái að byrja en við misstum tvo sóknarsinnaða menn út úr hópnum í þeim Rúrik og Veigari. Því fannst mér upplagt að ná í Björn Bergmann. Við ætluðum að velja hann í upphafi en eins og ég hef oft sagt þá vil ég ekki taka 21 árs stráka inn ef ég veit ekki hvað ég ætla að gera við þá. Núna vildi ég hafa hann af því að við misstum tvo menn," sagði Ólafur en hvað gerðist með Veigar Pál. „Það var ágreiningur á milli mín og Veigars og hann yfirgaf hópinn í kjölfarið," sagði Ólafur um ástæður þess að Veigar Páll Gunnarsson verður ekki með liðinu á móti Kýpur. Ólafur segir að það séu leikmenn í hópnum tæpir fyrir leikinn á morgun. „Við erum í smá veseni. Indriði er veikur og það er óvissa með hann og Sölvi er í veseni vegna meiðsla og það er líka óvissa með hann," segir Ólafur en hann fær nú Kristján Örn Sigurðsson aftur inn eftir að hafa verið í leikbanni á móti Noregi. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort Kristján Örn komi inn í liðið. Hafsentarnir spiluðu feiknavel út í Noregi og ég verð að sjá hvernig ástandið á þeim verður," sagði Ólafur. En er hann búinn að ákveða einhverjar breytingar á byrjunarliðinu? „Auðvitað dettur Stefán Logi út þar sem að hann er í leikbanni. Rúrik er farinn líka þannig að það kemur nýr vængmaður. Ég vil rótera sem minnst með liðið því liðið spilaði feiknavel út í Noregi og var í góðum gír þar. Ég vil reyna að halda sem flestum okkar mönnum," sagði Ólafur en hann segir umræðu um næsta landsliðsþjálfara ekki trufla sig. „Þessi umræða truflar mig ekki. Ég er búinn að vera það lengi í þjálfun að ég veit að við missum starfið og samningar eru ekki endurnýjaðir. Þetta truflar mig ekki," sagði Ólafur en vill hann fá erlendan eða íslenskan landsliðsþjálfara. „Það er ekki neinn vafi í mínum huga að Íslendingur á að þjálfa þetta landslið, við höfum ekkert með það að gera að leita út fyrir landssteinana því við eigum nóg af góðum mönnum hér á Íslandi," sagði Ólafur en hver á þá að taka við liðinu. „Ég myndi helst vilja hafa sjálfan mig" sagði Ólafur að lokum í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni. „Við skulum vona það að ég nái sigri í síðasta heimaleiknum en við munum gera allt sem við getum til þess að vinna leikinn, það er ljóst," sagði Ólafur. Ólafur varð að gera breytingu á hópnum því markvörðurinn Stefán Logi Magnússon og Rúrik Gíslason eru báðir í banni í leiknum á morgun. En mun Hannes Þór Halldórsson, byrja í markinu? „Ég kallaði Harald inn í hópinn og er með tvo fína markmenn. Ég tel meiri líkur á því að Hannes byrji í markinu," sagði Ólafur. Hann hefur einnig kallað á Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn fyrir Veigar Pál Gunnarsson en hann var settur út úr hópnum. „Ég gef ekki gert það upp við mig hvort Björn Bergmann fái að byrja en við misstum tvo sóknarsinnaða menn út úr hópnum í þeim Rúrik og Veigari. Því fannst mér upplagt að ná í Björn Bergmann. Við ætluðum að velja hann í upphafi en eins og ég hef oft sagt þá vil ég ekki taka 21 árs stráka inn ef ég veit ekki hvað ég ætla að gera við þá. Núna vildi ég hafa hann af því að við misstum tvo menn," sagði Ólafur en hvað gerðist með Veigar Pál. „Það var ágreiningur á milli mín og Veigars og hann yfirgaf hópinn í kjölfarið," sagði Ólafur um ástæður þess að Veigar Páll Gunnarsson verður ekki með liðinu á móti Kýpur. Ólafur segir að það séu leikmenn í hópnum tæpir fyrir leikinn á morgun. „Við erum í smá veseni. Indriði er veikur og það er óvissa með hann og Sölvi er í veseni vegna meiðsla og það er líka óvissa með hann," segir Ólafur en hann fær nú Kristján Örn Sigurðsson aftur inn eftir að hafa verið í leikbanni á móti Noregi. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort Kristján Örn komi inn í liðið. Hafsentarnir spiluðu feiknavel út í Noregi og ég verð að sjá hvernig ástandið á þeim verður," sagði Ólafur. En er hann búinn að ákveða einhverjar breytingar á byrjunarliðinu? „Auðvitað dettur Stefán Logi út þar sem að hann er í leikbanni. Rúrik er farinn líka þannig að það kemur nýr vængmaður. Ég vil rótera sem minnst með liðið því liðið spilaði feiknavel út í Noregi og var í góðum gír þar. Ég vil reyna að halda sem flestum okkar mönnum," sagði Ólafur en hann segir umræðu um næsta landsliðsþjálfara ekki trufla sig. „Þessi umræða truflar mig ekki. Ég er búinn að vera það lengi í þjálfun að ég veit að við missum starfið og samningar eru ekki endurnýjaðir. Þetta truflar mig ekki," sagði Ólafur en vill hann fá erlendan eða íslenskan landsliðsþjálfara. „Það er ekki neinn vafi í mínum huga að Íslendingur á að þjálfa þetta landslið, við höfum ekkert með það að gera að leita út fyrir landssteinana því við eigum nóg af góðum mönnum hér á Íslandi," sagði Ólafur en hver á þá að taka við liðinu. „Ég myndi helst vilja hafa sjálfan mig" sagði Ólafur að lokum í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki