Ólafur Jóhannesson: Íslendingur á að þjálfa íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2011 14:45 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni. „Við skulum vona það að ég nái sigri í síðasta heimaleiknum en við munum gera allt sem við getum til þess að vinna leikinn, það er ljóst," sagði Ólafur. Ólafur varð að gera breytingu á hópnum því markvörðurinn Stefán Logi Magnússon og Rúrik Gíslason eru báðir í banni í leiknum á morgun. En mun Hannes Þór Halldórsson, byrja í markinu? „Ég kallaði Harald inn í hópinn og er með tvo fína markmenn. Ég tel meiri líkur á því að Hannes byrji í markinu," sagði Ólafur. Hann hefur einnig kallað á Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn fyrir Veigar Pál Gunnarsson en hann var settur út úr hópnum. „Ég gef ekki gert það upp við mig hvort Björn Bergmann fái að byrja en við misstum tvo sóknarsinnaða menn út úr hópnum í þeim Rúrik og Veigari. Því fannst mér upplagt að ná í Björn Bergmann. Við ætluðum að velja hann í upphafi en eins og ég hef oft sagt þá vil ég ekki taka 21 árs stráka inn ef ég veit ekki hvað ég ætla að gera við þá. Núna vildi ég hafa hann af því að við misstum tvo menn," sagði Ólafur en hvað gerðist með Veigar Pál. „Það var ágreiningur á milli mín og Veigars og hann yfirgaf hópinn í kjölfarið," sagði Ólafur um ástæður þess að Veigar Páll Gunnarsson verður ekki með liðinu á móti Kýpur. Ólafur segir að það séu leikmenn í hópnum tæpir fyrir leikinn á morgun. „Við erum í smá veseni. Indriði er veikur og það er óvissa með hann og Sölvi er í veseni vegna meiðsla og það er líka óvissa með hann," segir Ólafur en hann fær nú Kristján Örn Sigurðsson aftur inn eftir að hafa verið í leikbanni á móti Noregi. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort Kristján Örn komi inn í liðið. Hafsentarnir spiluðu feiknavel út í Noregi og ég verð að sjá hvernig ástandið á þeim verður," sagði Ólafur. En er hann búinn að ákveða einhverjar breytingar á byrjunarliðinu? „Auðvitað dettur Stefán Logi út þar sem að hann er í leikbanni. Rúrik er farinn líka þannig að það kemur nýr vængmaður. Ég vil rótera sem minnst með liðið því liðið spilaði feiknavel út í Noregi og var í góðum gír þar. Ég vil reyna að halda sem flestum okkar mönnum," sagði Ólafur en hann segir umræðu um næsta landsliðsþjálfara ekki trufla sig. „Þessi umræða truflar mig ekki. Ég er búinn að vera það lengi í þjálfun að ég veit að við missum starfið og samningar eru ekki endurnýjaðir. Þetta truflar mig ekki," sagði Ólafur en vill hann fá erlendan eða íslenskan landsliðsþjálfara. „Það er ekki neinn vafi í mínum huga að Íslendingur á að þjálfa þetta landslið, við höfum ekkert með það að gera að leita út fyrir landssteinana því við eigum nóg af góðum mönnum hér á Íslandi," sagði Ólafur en hver á þá að taka við liðinu. „Ég myndi helst vilja hafa sjálfan mig" sagði Ólafur að lokum í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni. „Við skulum vona það að ég nái sigri í síðasta heimaleiknum en við munum gera allt sem við getum til þess að vinna leikinn, það er ljóst," sagði Ólafur. Ólafur varð að gera breytingu á hópnum því markvörðurinn Stefán Logi Magnússon og Rúrik Gíslason eru báðir í banni í leiknum á morgun. En mun Hannes Þór Halldórsson, byrja í markinu? „Ég kallaði Harald inn í hópinn og er með tvo fína markmenn. Ég tel meiri líkur á því að Hannes byrji í markinu," sagði Ólafur. Hann hefur einnig kallað á Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn fyrir Veigar Pál Gunnarsson en hann var settur út úr hópnum. „Ég gef ekki gert það upp við mig hvort Björn Bergmann fái að byrja en við misstum tvo sóknarsinnaða menn út úr hópnum í þeim Rúrik og Veigari. Því fannst mér upplagt að ná í Björn Bergmann. Við ætluðum að velja hann í upphafi en eins og ég hef oft sagt þá vil ég ekki taka 21 árs stráka inn ef ég veit ekki hvað ég ætla að gera við þá. Núna vildi ég hafa hann af því að við misstum tvo menn," sagði Ólafur en hvað gerðist með Veigar Pál. „Það var ágreiningur á milli mín og Veigars og hann yfirgaf hópinn í kjölfarið," sagði Ólafur um ástæður þess að Veigar Páll Gunnarsson verður ekki með liðinu á móti Kýpur. Ólafur segir að það séu leikmenn í hópnum tæpir fyrir leikinn á morgun. „Við erum í smá veseni. Indriði er veikur og það er óvissa með hann og Sölvi er í veseni vegna meiðsla og það er líka óvissa með hann," segir Ólafur en hann fær nú Kristján Örn Sigurðsson aftur inn eftir að hafa verið í leikbanni á móti Noregi. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort Kristján Örn komi inn í liðið. Hafsentarnir spiluðu feiknavel út í Noregi og ég verð að sjá hvernig ástandið á þeim verður," sagði Ólafur. En er hann búinn að ákveða einhverjar breytingar á byrjunarliðinu? „Auðvitað dettur Stefán Logi út þar sem að hann er í leikbanni. Rúrik er farinn líka þannig að það kemur nýr vængmaður. Ég vil rótera sem minnst með liðið því liðið spilaði feiknavel út í Noregi og var í góðum gír þar. Ég vil reyna að halda sem flestum okkar mönnum," sagði Ólafur en hann segir umræðu um næsta landsliðsþjálfara ekki trufla sig. „Þessi umræða truflar mig ekki. Ég er búinn að vera það lengi í þjálfun að ég veit að við missum starfið og samningar eru ekki endurnýjaðir. Þetta truflar mig ekki," sagði Ólafur en vill hann fá erlendan eða íslenskan landsliðsþjálfara. „Það er ekki neinn vafi í mínum huga að Íslendingur á að þjálfa þetta landslið, við höfum ekkert með það að gera að leita út fyrir landssteinana því við eigum nóg af góðum mönnum hér á Íslandi," sagði Ólafur en hver á þá að taka við liðinu. „Ég myndi helst vilja hafa sjálfan mig" sagði Ólafur að lokum í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira