Íslenski boltinn

Fylkir vill kaupa Finn af ÍBV

Finnur í leik gegn Fram í sumar.
Finnur í leik gegn Fram í sumar.
Ásmundur Arnarsson, hinn nýráðni þjálfari Fylkis, mun mæta til leiks með nokkuð breytt lið hjá Fylki og hann er ekki hættur á leikmannamarkaðnum.

Nú hefur Fylkir gert tilboð í miðjumanninn Finn Ólafsson en frá því er greint á vefsíðunni fótbolti.net. Hinn 27 ára gamli Finnur á eitt ár eftir af samningi sínum við ÍBV en hann er uppalinn hjá HK.

Eyjamenn eru að skoða tilboðið og hafa ekki tekið ákvörðun um hvort því verði tekið eður ei.

Ásmundur var áður búinn að fá Árna Frey Guðnason, Björgólf Takefusa og Magnús Þóri Matthíasson til liðsins en horfnir á braut eru Albert Ingason, Fjalar Þorgeirsson, Baldur Bett, Valur Fannar Gíslason og Gylfi Einarsson sem lagði skóna á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×