Umfjöllun: Ráðalausir Framarar í vondum málum Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 3. ágúst 2011 18:15 Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs. Mynd/Pjetur Framarar eru í vondum málum eftir enn eitt tapið í Pepsi-deildinni. Þórsarar eru aftur á móti á góðu skriði og unnu öruggan 3-0 sigur í kvöld. Fyrri hálfleikur var fjörugur. Framarar áttu skot af löngu færi sem lenti ofan á slánni, þar var að verki Steven Lennon sem var nokkuð sprækur framan af. Framarar byrjuðu af krafti og virtust ætla að selja sig dýrt. En saga beggja í sumar kom svo í ljós. Gunnar Már skoraði frábært mark eftir góða sókn. Atli Sigurjónsson átti góða sendingu innfyrir, Gunnar var í línu við vörnina og kláraði færið vel. Framarar virtust slegnir yfir markinu og Þórsarar bættu í en bæði lið fengu aðeins hálffæri þar til Janes Vrenko bjargaði meistaralega á línu. Eftir fína sókn renndi hann sér fyrir skot Hólmberts. Sveinn Elías var svo nálægt því að skalla boltann í markteignum fyrir opnu marki en rétt missti af boltanum en Framarar voru meira með boltann. Þó var jafnræði með liðunum. Srjdan Rajkovic sýndi síðan hreint ótrúleg tilþrif undir lok hálfleiksins. Arnar sendi á Almarr sem var aleinn gegn markmanninum sem henti sér með tilþrifum í hornið og bjargaði meistaralega. Glæsilega gert og var fagnað í stúkunni sem Þórsarar hefðu skorað. Þetta var enda jafn mikilvægt, þvílíkt dauðafæri og gott fyrir Þór að fara inn í hálfleikinn með 1-0 forskot. Seinni hálfleikur var alls ekki jafn góður. Liðin voru ekki að spila vel. Hólmbert Friðjónsson átti skot rétt framhjá en annars var leikurinn rólegur og hægur. Framarar gerðu hvað þeir gátu en þá skortu hugmyndir á síðasta þriðjungi vallarins. Þórsarar kláruðu svo leikinn tólf mínútum fyrir leikslok. Jóhann Helgi vann boltann af harðfylgi, fann Gunnar Má sem skaut að marki, boltinn fór í varnarmann og barst til Sigurðar Marínó Kristjánssonar sem skoraði úr markteignum. Þór fékk annað dauðafæri en Framarar virtust ekkert ætla að vakna af þyrnirósarblundinum. Þeir voru mikið með boltann en komu sér bara ekki í nógu mörg góð færi. Almarr hefði brett miklu hefði hann skora rétt fyrir hlé. Jóhann Helgi rak síðasta naglann í kistu Fram með skoti sem fór í varnarmann og inn undir lok leiksins. Hann átti virkilega góða innkomu í leiknum. Þórsarar spiluðu ekki vel en unnu samt, góð merki fyrir þá. Gunnar var góður á miðjunni og Vrenko frábær í vörninni. Þá á markvarslan frá Rajko skilið að minnst sé á hann enn einu sinni fyrir markvörsluna undir lok fyrri hálfleiks. Framarar eru langneðstir en Þór er að komast upp í miðjubaráttuna í deildinni. Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.Þór 3-0 Fram 1-0 Gunnar Már Guðmundsson (6.) 2-0 Sigurður Marínó Kristjánsson (79.) 3-0 Jóhann Helgi Hannesson (89.)Áhorfendur: Rúmlega 1000.Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7Skot (á mark): 5–8 (2-3)Varin skot: Srjdan 2 – 0 ÖgmundurHorn: 2-7Aukaspyrnur fengnar: 7-13Rangstöður: 0-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Framarar eru í vondum málum eftir enn eitt tapið í Pepsi-deildinni. Þórsarar eru aftur á móti á góðu skriði og unnu öruggan 3-0 sigur í kvöld. Fyrri hálfleikur var fjörugur. Framarar áttu skot af löngu færi sem lenti ofan á slánni, þar var að verki Steven Lennon sem var nokkuð sprækur framan af. Framarar byrjuðu af krafti og virtust ætla að selja sig dýrt. En saga beggja í sumar kom svo í ljós. Gunnar Már skoraði frábært mark eftir góða sókn. Atli Sigurjónsson átti góða sendingu innfyrir, Gunnar var í línu við vörnina og kláraði færið vel. Framarar virtust slegnir yfir markinu og Þórsarar bættu í en bæði lið fengu aðeins hálffæri þar til Janes Vrenko bjargaði meistaralega á línu. Eftir fína sókn renndi hann sér fyrir skot Hólmberts. Sveinn Elías var svo nálægt því að skalla boltann í markteignum fyrir opnu marki en rétt missti af boltanum en Framarar voru meira með boltann. Þó var jafnræði með liðunum. Srjdan Rajkovic sýndi síðan hreint ótrúleg tilþrif undir lok hálfleiksins. Arnar sendi á Almarr sem var aleinn gegn markmanninum sem henti sér með tilþrifum í hornið og bjargaði meistaralega. Glæsilega gert og var fagnað í stúkunni sem Þórsarar hefðu skorað. Þetta var enda jafn mikilvægt, þvílíkt dauðafæri og gott fyrir Þór að fara inn í hálfleikinn með 1-0 forskot. Seinni hálfleikur var alls ekki jafn góður. Liðin voru ekki að spila vel. Hólmbert Friðjónsson átti skot rétt framhjá en annars var leikurinn rólegur og hægur. Framarar gerðu hvað þeir gátu en þá skortu hugmyndir á síðasta þriðjungi vallarins. Þórsarar kláruðu svo leikinn tólf mínútum fyrir leikslok. Jóhann Helgi vann boltann af harðfylgi, fann Gunnar Má sem skaut að marki, boltinn fór í varnarmann og barst til Sigurðar Marínó Kristjánssonar sem skoraði úr markteignum. Þór fékk annað dauðafæri en Framarar virtust ekkert ætla að vakna af þyrnirósarblundinum. Þeir voru mikið með boltann en komu sér bara ekki í nógu mörg góð færi. Almarr hefði brett miklu hefði hann skora rétt fyrir hlé. Jóhann Helgi rak síðasta naglann í kistu Fram með skoti sem fór í varnarmann og inn undir lok leiksins. Hann átti virkilega góða innkomu í leiknum. Þórsarar spiluðu ekki vel en unnu samt, góð merki fyrir þá. Gunnar var góður á miðjunni og Vrenko frábær í vörninni. Þá á markvarslan frá Rajko skilið að minnst sé á hann enn einu sinni fyrir markvörsluna undir lok fyrri hálfleiks. Framarar eru langneðstir en Þór er að komast upp í miðjubaráttuna í deildinni. Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.Þór 3-0 Fram 1-0 Gunnar Már Guðmundsson (6.) 2-0 Sigurður Marínó Kristjánsson (79.) 3-0 Jóhann Helgi Hannesson (89.)Áhorfendur: Rúmlega 1000.Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7Skot (á mark): 5–8 (2-3)Varin skot: Srjdan 2 – 0 ÖgmundurHorn: 2-7Aukaspyrnur fengnar: 7-13Rangstöður: 0-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira