Rúnar: Finnst stundum eins og landsliðsmenn séu að velja sér leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2011 17:30 Rúnar Kristinsson og Eiður Smári Guðjohsen í landsleik á árum áður. Mynd/Nordic Photos/Getty Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gagnrýndi íslenska landsliðsmenn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar mættur til þess að ræða um íslenska karlalandsliðið við Heimir Karlsson og Guðna Bergsson. „Leikur landsliðsins hefur breyst síðan að við vorum að spila á sínum tíma. Það er komið mikið meiri léttleiki og meira spil í íslenska landsliðið sem var það sem fólk var alltaf að biðja um. Áður fyrr lögðumst við mikið til baka og það varð allt vitlaust í stúkunni þegar við fengum innkast, komnir rétt yfir miðju," sagði Rúnar í léttum tón. „Svo fór þetta að breytast og menn fóru að ætlast til þess að menn færu að halda boltanum niðri og færu að spila fótbolta. Við erum farnir að gera það því við erum komnir með fullt af flínkum leikmönnum og þeim bara fjölgar. Á móti kemur að þegar við erum farnir að spila meiri fótbolta og farnir að færa okkur framar á völlinn þá erum við aðeins veikari til baka gegn hröðum skyndisóknum andstæðinganna. Ef við ætlum að fara að skora mikið af mörkum þá lendum við í veseni til baka. Það hefur orðið okkur að falli því menn hafa viljað gera of mikið," segir Rúnar. „Varnarleikurinn á að vera aðalsmerki íslenska landsliðsins því við erum ekki það sterkir í knattspyrnunni að við getum farið að spila hátt á vellinum. Ég sá ítalska landsliðið spila um daginn og þeir lágu til baka í 85 mínútur af leiknum og vörðust með alla sína menn á eigin vallarhelmingi. Ísland á að gera það þótt að það verði stundum allt vitlaust," segir Rúnar og hann tjáði sig líka um leikmannaval liðsins. „Strákarnir sem stóðu sig vel með 21 árs landsliðinu hafa verið að koma smátt og smátt inn í A-liðið en það er ekki hægt að taka fimm, sex, sjö nýja leikmenn og henda þeim beint inn í liðið. Þjálfarinn verður að finna það lið sem passar hverju sinni á móti andstæðingunum sem liðið er að fara að spila við. Menn þurfa að öðlast ákveðna reynslu og þó svo að menn hafi náð góðum árangri með 21 árs landsliðinu þá er ekki þar með sagt að þeir verði fullgildir og góðir A-landsliðsmenn. Það er töluvert stökk að fara upp í A-landsliðið," segir Rúnar og hann gagnrýndi líka núverandi leikmenn landsliðsins. „Það þarf að fá þessa drengi sem eru valdir til að mæta þegar þeir eru valdir og til að leggja sig fram í hvert einasta skiptið. Manni finnst það stundum eins og menn séu að velja sér leiki og það er kannski hörð gagnrýni frá mér en þetta er bara þannig. Ég stend það nálægt þessu að maður veit örlítið hvað er að gerast í kringum sig og maður heyrir mikið," sagði Rúnar. „Menn eru alltaf tilbúnir þegar þeir þurfa á glugganum að halda en þegar þeir eru búnir að nýta sér gluggann og komnir í eitthvað stórt lið út í Evrópu þá er ekki þar með sagt að þeir eigi að hætta að mæta í landsleiki," sagði Rúnar sem sagðist ennfremur vera tilbúinn að setjast í landsliðsþjálfarastólinn en að hann sé ekki viss um að rétta tímasetningin sé núna. Íslenski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gagnrýndi íslenska landsliðsmenn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar mættur til þess að ræða um íslenska karlalandsliðið við Heimir Karlsson og Guðna Bergsson. „Leikur landsliðsins hefur breyst síðan að við vorum að spila á sínum tíma. Það er komið mikið meiri léttleiki og meira spil í íslenska landsliðið sem var það sem fólk var alltaf að biðja um. Áður fyrr lögðumst við mikið til baka og það varð allt vitlaust í stúkunni þegar við fengum innkast, komnir rétt yfir miðju," sagði Rúnar í léttum tón. „Svo fór þetta að breytast og menn fóru að ætlast til þess að menn færu að halda boltanum niðri og færu að spila fótbolta. Við erum farnir að gera það því við erum komnir með fullt af flínkum leikmönnum og þeim bara fjölgar. Á móti kemur að þegar við erum farnir að spila meiri fótbolta og farnir að færa okkur framar á völlinn þá erum við aðeins veikari til baka gegn hröðum skyndisóknum andstæðinganna. Ef við ætlum að fara að skora mikið af mörkum þá lendum við í veseni til baka. Það hefur orðið okkur að falli því menn hafa viljað gera of mikið," segir Rúnar. „Varnarleikurinn á að vera aðalsmerki íslenska landsliðsins því við erum ekki það sterkir í knattspyrnunni að við getum farið að spila hátt á vellinum. Ég sá ítalska landsliðið spila um daginn og þeir lágu til baka í 85 mínútur af leiknum og vörðust með alla sína menn á eigin vallarhelmingi. Ísland á að gera það þótt að það verði stundum allt vitlaust," segir Rúnar og hann tjáði sig líka um leikmannaval liðsins. „Strákarnir sem stóðu sig vel með 21 árs landsliðinu hafa verið að koma smátt og smátt inn í A-liðið en það er ekki hægt að taka fimm, sex, sjö nýja leikmenn og henda þeim beint inn í liðið. Þjálfarinn verður að finna það lið sem passar hverju sinni á móti andstæðingunum sem liðið er að fara að spila við. Menn þurfa að öðlast ákveðna reynslu og þó svo að menn hafi náð góðum árangri með 21 árs landsliðinu þá er ekki þar með sagt að þeir verði fullgildir og góðir A-landsliðsmenn. Það er töluvert stökk að fara upp í A-landsliðið," segir Rúnar og hann gagnrýndi líka núverandi leikmenn landsliðsins. „Það þarf að fá þessa drengi sem eru valdir til að mæta þegar þeir eru valdir og til að leggja sig fram í hvert einasta skiptið. Manni finnst það stundum eins og menn séu að velja sér leiki og það er kannski hörð gagnrýni frá mér en þetta er bara þannig. Ég stend það nálægt þessu að maður veit örlítið hvað er að gerast í kringum sig og maður heyrir mikið," sagði Rúnar. „Menn eru alltaf tilbúnir þegar þeir þurfa á glugganum að halda en þegar þeir eru búnir að nýta sér gluggann og komnir í eitthvað stórt lið út í Evrópu þá er ekki þar með sagt að þeir eigi að hætta að mæta í landsleiki," sagði Rúnar sem sagðist ennfremur vera tilbúinn að setjast í landsliðsþjálfarastólinn en að hann sé ekki viss um að rétta tímasetningin sé núna.
Íslenski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn