Enski boltinn

Gerrard vill fá Redknapp sem landsliðsþjálfara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard styður þá hugmynd að Harry Redknapp verði næsti landsliðsþjálfari Englands eftir að Fabio Capelli hættir næsta sumar.

Capello mun hætta sem þjálfari enska landsliðsins eftir EM 2012 í sumar og er talið afar líklegt að Englendingur verði ráðinn í hans stað.

Redknapp er nú knattspyrnustjóri Tottenham en er sá sem helst þykir koma til greina. Gerrard er hrifinn af þeirri hugmynd.

„Mér finnst að besti knattspyrnustjórinn eigi skilið að fá starfið og það eru margir góðir enskir stjórar starfandi í dag,“ sagði Gerrard.

„Nafn Harry Redknapp er mikið í umræðunni og mér finnst að hann fái ekki það hrós sem hann á skilið fyrir þann árangur sem hann hefur náð hjá Tottenham.“

„Það eru kannski einn eða tveir til viðbótar sem koma til greina. Sjálfur sé ég ekki ástæðu til þess að leita út fyrir England að nýjum landsliðsþjálfara ef enskir þjálfarar eru nógu góðir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×