Selfoss er nánast búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla næsta sumar eftir ævintýralegan 4-3 sigur gegn BÍ/Bolungarvík á Selfossi. Selfoss komið með 41 stig eða sex stigum meira en Haukar þegar aðeins eru eftir tvær umferðir.
Skagamenn tryggðu sér síðan sigur í 1. deildinni er liðið lagði Gróttu sem er í mikilli fallhættu.
Grótta er aðeins þrem stigum á undan Leikni en liðin mætast einmitt um næstu helgi.
Úrslit dagsins:
Selfoss 4 - 3 BÍ/Bolungarvík
0-1 Atli Guðjónsson ('20)
1-1 Michael Abnett ('24, sjálfsmark)
1-2 Sölvi G Gylfason ('43)
2-2 Arilíus Marteinsson ('57)
2-3 Andri Rúnar Bjarnason ('60)
3-3 Joe Tillen ('75)
4-3 Joe Tillen ('83)
ÍA 2-1 Grótta
1-0 Stefán Þór Þórðarson
2-0 Einar Logi Einarsson
2-1 Andri Björn Sigurðsson
KA 4–3 Víkingur Ó
1-0 Haukur Heiðar Hauksson
2-0 Haukur Heiðar Hauksson
3-0 Dan Howell
3-1 Nicholas Efstathiou
3-2 Helgi Óttarr Hafsteinsson
4-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson
4-3 Eldar Masic
Upplýsingar um markaskorara fengnar frá fótbolti.net.
Selfoss með annan fótinn í úrvalsdeild - ÍA meistari
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
