Enski boltinn

Nasri vill kanna hvort United hafi áhuga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Frakkinn Samir Nasri gæti verið búinn að koma sér í vandræði hjá félagi sínu, Arsenal, eftir að hann neitaði að útiloka þann möguleika að ganga til liðs við Manchester United.

Nasri hefur verið orðaður við United og í síðustu viku hvatti Patrice Evra, leikmaður United, hann til að ganga til liðs við félagið.

„Það er eitt sem er víst - við munum ekki selja hann til Manchester United,“ lét Arsene Wenger hafa eftir sér um málið í síðustu viku.

Nasri á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en samningaviðræður eru sagðar ganga hægt. „Ég veit ekki hvort að ég muni skrifa undir nýjan samning en viðræðurnar eru engu að síður í gangi,“ sagði Nasri við fjölmiðla í heimalandinu.

„Ég vil ekki hugsa um þetta mál strax og mun ræða þetta fyrst eftir landsleikinn gegn Póllandi á þriðjudaginn. við skulum fyrst komast að því hvort að það sé eitthvað til í því að United hafi áhuga og þá getum við rætt þetta frekar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×