Umfjöllun: Þrenna Sveinbjarnar sá um Framara Stefán Árni Pálsson á Valbjarnarvelli skrifar 21. júní 2011 16:37 Fyrstudeildarlið Þróttar vann frækin sigur, 3-1, gegn nágrönnum sínum í Fram í 16-liða úrslitum Valitor-bikarsins í kvöld. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, skoraði öll þrjú mörk liðsins en tvö þeirra gerði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik. Fram missti Alan Lowing útaf með rautt spjald eftir um hálftíma leik og var róðurinn heldur erfiður fyrir Safamýrapilta eftir það. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi hafist með miklum látum en heimamenn í Þrótti fengu dæmda vítaspyrnu eftir aðeins níu mínútna leik. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, braut á Oddi Björnssyni, leikmanni Þróttar, sem var sloppinn einn í gegn og Valgeir Valgeirsson, dómari dæmdi réttilega víti. Ögmundur fékk aftur á móti hvorki gult né rautt spjald fyrir brotið sem þótti nokkuð einkennilegt. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, steig á punktinn og skoraði laglega framhjá Ögmundi í markinu. Framarar sóttu mikið í sig veðrið eftir að þeir fengu á sig markið en náðu ekki að skapa sér færi. Eftir rúmlega hálftíma leik slapp Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, einn í gegn og var komin í ákjósanlegt færi. Alan Lowing, leikmaður Fram, reif hann niður og fékk að launum rautt spjald og önnur vítaspyrna leiksins staðreynd. Sveinbjörn Jónasson steig aftur á punktinn og skoraði á sama stað á í fyrri vítaspyrnunni eða í vinstra hornið. 2-0 fyrir heimamenn og Framarar einum færri næstu 60 mínúturnar. Nokkuð dofnaði yfir leiknum út fyrri hálfleikinn og fátt markvert gerðist næstu mínútur, en staðan var 2-0 fyrir Þrótturum í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur rólegri en sá fyrri en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútunni að Þórsarar myndu aldrei komast inn í leikinn. Framarar komu virkilega ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og það var ekki að sjá að þeir væru einum færri. Mark gestanna lá því heldur betur í loftinu og það tók ekki nema þrjár mínútur fyrir Almarr Ormarsson, leikmann Framara, að minnka muninn í 2-1. Almarr fékk boltann inn í vítateig Þróttara eftir mikið klafs og skoraði laglega framhjá Trausta Sigurbjörnssyni í marki Þróttara. Næstu mínútur voru Framarar mikið betri og voru óheppnir að ná ekki að jafna leikinn. Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Fram, var færður upp á miðju og það gjörbreytti leik gestanna. Það fór mikið púður í sóknina hjá Fram og því var mikið pláss fyrir Þróttara til þess að sækja hratt upp völlinn og treysta á skyndisóknir. Þegar um hálftími var eftir af leiknum fékk Oddur Björnsson, leikmaður Þróttar, boltann á hægri kantinum, lék sér að því að fara framhjá SamTillen, leikmanni Framara, átti fína sendingu á Sveinbjörn Jónasson sem skoraði auðveldlega sitt þriðja mark í leiknum og fullkomnaði þrennuna. Eftir þriðja markið var leikurinn í raun búinn en Framarar gáfust samt aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Þróttarar verða kannski það lið sem mun koma á óvart í bikarnum í ár? Þróttur 3 – 1 Fram1-0 Sveinbjörn Jónason (9.) 2-0 Sveinbjörn Jónasson (34.) 2-1 Almarr Ormarsson (48.) 3-1 Sveinbjörn Jónasson (60.) Skot (á mark): 4 – 7 (3-6) Varin skot: Trausti 4 –1 Ögmundur Horn: 1 – 6 Aukaspyrnur fengnar:12 –9 Rangstöður: 2-0 Áhorfendur: óuppgefið Dómari: Valgeir Valgeirsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Fyrstudeildarlið Þróttar vann frækin sigur, 3-1, gegn nágrönnum sínum í Fram í 16-liða úrslitum Valitor-bikarsins í kvöld. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, skoraði öll þrjú mörk liðsins en tvö þeirra gerði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik. Fram missti Alan Lowing útaf með rautt spjald eftir um hálftíma leik og var róðurinn heldur erfiður fyrir Safamýrapilta eftir það. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi hafist með miklum látum en heimamenn í Þrótti fengu dæmda vítaspyrnu eftir aðeins níu mínútna leik. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, braut á Oddi Björnssyni, leikmanni Þróttar, sem var sloppinn einn í gegn og Valgeir Valgeirsson, dómari dæmdi réttilega víti. Ögmundur fékk aftur á móti hvorki gult né rautt spjald fyrir brotið sem þótti nokkuð einkennilegt. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, steig á punktinn og skoraði laglega framhjá Ögmundi í markinu. Framarar sóttu mikið í sig veðrið eftir að þeir fengu á sig markið en náðu ekki að skapa sér færi. Eftir rúmlega hálftíma leik slapp Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, einn í gegn og var komin í ákjósanlegt færi. Alan Lowing, leikmaður Fram, reif hann niður og fékk að launum rautt spjald og önnur vítaspyrna leiksins staðreynd. Sveinbjörn Jónasson steig aftur á punktinn og skoraði á sama stað á í fyrri vítaspyrnunni eða í vinstra hornið. 2-0 fyrir heimamenn og Framarar einum færri næstu 60 mínúturnar. Nokkuð dofnaði yfir leiknum út fyrri hálfleikinn og fátt markvert gerðist næstu mínútur, en staðan var 2-0 fyrir Þrótturum í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur rólegri en sá fyrri en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútunni að Þórsarar myndu aldrei komast inn í leikinn. Framarar komu virkilega ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og það var ekki að sjá að þeir væru einum færri. Mark gestanna lá því heldur betur í loftinu og það tók ekki nema þrjár mínútur fyrir Almarr Ormarsson, leikmann Framara, að minnka muninn í 2-1. Almarr fékk boltann inn í vítateig Þróttara eftir mikið klafs og skoraði laglega framhjá Trausta Sigurbjörnssyni í marki Þróttara. Næstu mínútur voru Framarar mikið betri og voru óheppnir að ná ekki að jafna leikinn. Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Fram, var færður upp á miðju og það gjörbreytti leik gestanna. Það fór mikið púður í sóknina hjá Fram og því var mikið pláss fyrir Þróttara til þess að sækja hratt upp völlinn og treysta á skyndisóknir. Þegar um hálftími var eftir af leiknum fékk Oddur Björnsson, leikmaður Þróttar, boltann á hægri kantinum, lék sér að því að fara framhjá SamTillen, leikmanni Framara, átti fína sendingu á Sveinbjörn Jónasson sem skoraði auðveldlega sitt þriðja mark í leiknum og fullkomnaði þrennuna. Eftir þriðja markið var leikurinn í raun búinn en Framarar gáfust samt aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Þróttarar verða kannski það lið sem mun koma á óvart í bikarnum í ár? Þróttur 3 – 1 Fram1-0 Sveinbjörn Jónason (9.) 2-0 Sveinbjörn Jónasson (34.) 2-1 Almarr Ormarsson (48.) 3-1 Sveinbjörn Jónasson (60.) Skot (á mark): 4 – 7 (3-6) Varin skot: Trausti 4 –1 Ögmundur Horn: 1 – 6 Aukaspyrnur fengnar:12 –9 Rangstöður: 2-0 Áhorfendur: óuppgefið Dómari: Valgeir Valgeirsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira