Íslenski boltinn

Gísli Páll og Sindri Snær sömdu við Breiðablik

Leikmennirnir ásamt Ólafi þjálfara.
Leikmennirnir ásamt Ólafi þjálfara.
Breiðablik samdi í dag við þá Gísli Pál Helgason og Sindra Snæ Magnússon. Þeir skrifuðu undir þriggja ára samning við Blikana.

Gísli Páll er tvítugur varnarmaður sem kemur frá Þór á Akureyri. Hann lék vel fyrir Þór síðasta sumar og vann sér sæti í íslenska U-21 árs landsliðinu.

Sindri Snær kemur til Blika frá ÍR. Hann er 19 ára gamall og spilaði alla leiki ÍR á síðustu leiktíð á miðjunni.

Blikar höfðu áður samið við Húsvíkinginn Elfar Árna Aðalsteinsson og Gróttustrákinn Viggó Kristjánsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×