Íslenski boltinn

Breiðablik samdi við Viggó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viggó, til hægri, í leik gegn Víkingi árið 2010.
Viggó, til hægri, í leik gegn Víkingi árið 2010. Mynd/Valli
Miðju- og sóknarmaðurinn Viggó Kristjánsson er kominn með leikheimild hjá Breiðabliki eftir að hafa gert þriggja ára samning við félagið. Þetta kom fram á Fótbolti.net.

Viggó er átján ára gamall en á engu að síður 34 leiki í deild og bikar að baki með Gróttu í 1. og 2. deildinni. Í sumar lék hann alls 21 leik og skoraði í þeim eitt mark.

Hann hefur æft með Blikum í haust og er fyrsti leikmaðurinn sem Breiðablik semur við eftir að tímabilinu lauk í haust.

„Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði hann við Fótbolti.net. „Ég tel að þetta sé gott skref fyrir mig.“

Viggó á leiki að baki með U-19 og  U-17 ára landsliðum Íslands en var ekki á leikmannasamningi hjá Gróttu. Honum var því frjálst að semja við Blika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×