Enski boltinn

Síðasta viðtalið við Gary Speed - kvöldið áður en hann tók eigið líf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Speed var gestur í sjónvarpssal hjá BBC kvöldið áður en hann tók sitt eigið líf en þátturinn heitir Football Focus og þar er farið yfir það sem er í gangi í enska boltanum.

Speed sat við hlið Gary McAllister og þar fóru þeir yfir leiki laugardagsins sem og leikina sem voru framundan á sunnudeginum. Með því að smella hér fyrir ofan má sjá samantekt af því sem Gary Speed sagði í þessum þætti.

Það er ekki hægt að sjá að neitt sé að hjá Gary Speed nokkrum klukkutímum áður en hann framdi sjálfsmorð. Þessar hræðilegu fréttir í gærmorgun komu öllum í opna skjöldu og þeir sem töluðu við hann á síðasta sólarhringnum í hans lífi vissu ekki betur en allt væri í fínu lagi.

Gary Speed átti fallega konu, tvo unga stráka og var að gera frábæra hluti með velska landsliðið. Það skilur því enginn hvað fékk hann til að taka sitt eigið líf.






Tengdar fréttir

Ferill Gary Speed í myndum

Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales, lést í nótt og er óhætt að segja að knattspyrnuheimurinn sé í áfalli vegna þessara tíðinda. Hinn viðkunnalegi Speed sást síðast opinberlega í sjónvarpi í gær.

Savage táraðist í sjónvarpssal: Það elskuðu allir Gary Speed

Robbie Savage var í vinnunni hjá BBC þegar hann frétti af því að vinur sinn Gary Speed hafði tekið sitt eigið líf í gær. Savage veitti viðtal um félaga sinn þótt að hann hafi augljóslega átt erfitt með sig enda táraðist hann í enda viðtalsins.

Given grét fyrir leik

Shay Given, markvörður Aston Villa, réð ekki við tilfinningar sínar fyrir leikinn gegn Swansea í dag og grét þegar áhorfendur minntust Gary Speed sem féll frá á sviplegan hátt fyrr í dag.

Gary Speed tók eigið líf í nótt

Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales og fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, fannst látinn á heimili sínu í nótt. Hann féll fyrir eigin hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×