Enski boltinn

Coquelin vill fara frá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Hinn tvítugi Francis Coquelin vill komast frá Arsenal svo hann geti fengið að spila meira. Hann hefur fá tækifæri fengið síðustu vikurnar eftir að hafa spilað nokkuð í upphafi tímabilsins.

Coquelin spilaði til að mynda í 8-2 tapi Arsenal fyrir Manchester United og átti svo mjög fínan leik þegar að Arsenal tapaði fyrir Tottenham, 2-1, stuttu síðar. En síðan þá hafa tækifærin verið af skornum skammti.

Hann var í láni hjá Lorient í frönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og vill nú komast aftur frá félaginu. „Ég ákvað í sumar að taka slaginn þar sem ég vissi að ég myndi fá einhver tækifæri. Ég spilaði ekkert illa í upphafi, jafnvel í stóru leikjunum. En eftir að byrjunarliðsmenn sneru til baka úr meiðslum hef ég orðið undir í samkeppninni.“

„Fólk hefur sagt mér ítrekað að ég sé ungur og hafi tíma. En ég spilaði heilt tímabil með Lorient og nú spila ég nánast ekki neitt. Það er erfitt að sætta sig við það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×