Enski boltinn

31 ár síðan Englendingar unnu síðast ríkjandi heimsmeistara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard skorar hér sigurmarkið sitt.
Frank Lampard skorar hér sigurmarkið sitt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Frank Lampard tryggði Englendingum 1-0 sigur á Heims- og Evrópumeisturum Spánverja í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Þetta var sögulegur sigur fyrir enska landsliðið sem gat samt ekki telft fram sínu sterkasta liði.

Enska landsliðið hefur ekki unnið ríkjandi heimsmeistara síðan að liðið vann 3-1 sigur á Argentínu á Wembley 13. maí árið 1980.

David Johnson, leikmaður Liverpool, skoraði tvö mörk í leiknum fyrir 31 ári og Kevin Keegan, sem átti stórleik, skoraði síðan þriðja markið. Daniel Passarella minnkaði muninn úr víti en staðan var 1-0 í hálfleik. Enska liðið yfirspilaði heimsmeistarana oft á tiðum í þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×