Vellauðugir Katarar hafa áhuga á að kaupa Blackburn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2011 15:30 Bræðurnir Balaji og Venkatesh Rao. Nordic Photos / Getty Images Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur hópur fjárfesta frá Katar áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn ef indverska kjúklingaframleiðandanum Venky's. Eigendurnir segjast þá hafa engan áhuga á að selja félagið. Venky's og Blackburn eru bæði í eigu eignarhaldsfélagsins VH Group. Stofnandi og forstjóri félagsins er B.V. Rao en dóttir hans, Anuradha Desai, er stjórnarformaður. Synirnir Balaji Rao og Venkatesh Rao eru svo báðir stjórnarmeðlimir. Samkvæmt reglum félagsins verða öll fjögur að vera sammála um að selja Blackburn svo að salan geti gengið í gegn. Balaji Rao er hins vegar sagður alls ekki viljugur til að selja en hann mun vera mesti knattspyrnuáhugamaður fjölskyldunnar. Það er hinn vellauðuga Al-Thani fjölskylda frá Katar sem er sögð hafa áhuga á að kaupa Blackburn af Venky's. Tamim bin Hamed Al-Thani var fyrst orðaður við Manchester United og hann sagður reiðubúinn að kaupa félagið á 1,5 milljón punda af enn einni fjölskyldunni - Glazer-fjölskyldunni sem á Manchester United. Hins vegar gengu kaupin á Manchester United ekki eftir og því hefur Al-Thani verið að leita sér að öðru félagi til að kaupa. Taldi hann að Blackburn væri góður kostur þar sem félagið fengist ódýrt auk þess sem að núverandi eigendur, gætu selt félagið með smávegis hagnaði ári eftir að þeir keyptu það. „Við höfum engan áhuga á að selja Blackburn," sagði Venkatesh Rao í samtali við staðarblaðið Lancashire Telegraph í dag og virðist því styðja bróður sinn. Fulltrúar Al-Thani munu nú vera staddir í Indlandi þar sem þeir eiga í viðræðum við stjórnarformanninn Anuradha Desai. Samkvæmt enskum fjölmiðlum er þó talið ólíklegt að salan gangi í gegn þar sem Balaji er sagður svo eldheitur áhugamaður um knattspyrnu að hann geti ekki hugsað sér að selja. Blackburn hefur gengið illa í upphafi leiktíðarinnar og er nú í næstneðsta sæti. Steve Kean, stjóri liðsins, er í mikilli ónáð hjá stuðningsmönnum en engu að síður bárust fregnir af því á dögunum að eigendur félagsins hafi verðlaunað Kean með nýjum langtímasamningi. Blackburn er aðeins með sex stig eftir ellefu leiki. Liðið hefur unnið einn deildarleik til þessa í haust, ótrúlegan 4-3 sigur á Arsenal í september síðastliðnum þar sem að síðarnefnda liðið skoraði tvö sjálfsmörk. Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur hópur fjárfesta frá Katar áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn ef indverska kjúklingaframleiðandanum Venky's. Eigendurnir segjast þá hafa engan áhuga á að selja félagið. Venky's og Blackburn eru bæði í eigu eignarhaldsfélagsins VH Group. Stofnandi og forstjóri félagsins er B.V. Rao en dóttir hans, Anuradha Desai, er stjórnarformaður. Synirnir Balaji Rao og Venkatesh Rao eru svo báðir stjórnarmeðlimir. Samkvæmt reglum félagsins verða öll fjögur að vera sammála um að selja Blackburn svo að salan geti gengið í gegn. Balaji Rao er hins vegar sagður alls ekki viljugur til að selja en hann mun vera mesti knattspyrnuáhugamaður fjölskyldunnar. Það er hinn vellauðuga Al-Thani fjölskylda frá Katar sem er sögð hafa áhuga á að kaupa Blackburn af Venky's. Tamim bin Hamed Al-Thani var fyrst orðaður við Manchester United og hann sagður reiðubúinn að kaupa félagið á 1,5 milljón punda af enn einni fjölskyldunni - Glazer-fjölskyldunni sem á Manchester United. Hins vegar gengu kaupin á Manchester United ekki eftir og því hefur Al-Thani verið að leita sér að öðru félagi til að kaupa. Taldi hann að Blackburn væri góður kostur þar sem félagið fengist ódýrt auk þess sem að núverandi eigendur, gætu selt félagið með smávegis hagnaði ári eftir að þeir keyptu það. „Við höfum engan áhuga á að selja Blackburn," sagði Venkatesh Rao í samtali við staðarblaðið Lancashire Telegraph í dag og virðist því styðja bróður sinn. Fulltrúar Al-Thani munu nú vera staddir í Indlandi þar sem þeir eiga í viðræðum við stjórnarformanninn Anuradha Desai. Samkvæmt enskum fjölmiðlum er þó talið ólíklegt að salan gangi í gegn þar sem Balaji er sagður svo eldheitur áhugamaður um knattspyrnu að hann geti ekki hugsað sér að selja. Blackburn hefur gengið illa í upphafi leiktíðarinnar og er nú í næstneðsta sæti. Steve Kean, stjóri liðsins, er í mikilli ónáð hjá stuðningsmönnum en engu að síður bárust fregnir af því á dögunum að eigendur félagsins hafi verðlaunað Kean með nýjum langtímasamningi. Blackburn er aðeins með sex stig eftir ellefu leiki. Liðið hefur unnið einn deildarleik til þessa í haust, ótrúlegan 4-3 sigur á Arsenal í september síðastliðnum þar sem að síðarnefnda liðið skoraði tvö sjálfsmörk.
Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira