Enski boltinn

Gervinho hefur mikla trú á Hazard

Hazard í leiknum gegn Inter í Meistaradeildinni.
Hazard í leiknum gegn Inter í Meistaradeildinni.
Framherji Arsenal, Gervinho, er afar spenntur fyrir því að fá fyrrum liðsfélaga sinn hjá Lille, Eden Hazard, til Arsenal. Hann hefur fulla trú á því að Hazard geti slegið í gegn í enska boltanum.

Það hefur legið í loftinu í þó nokkurn tíma að Hazard væri á förum frá Lille enda enginn skortur á stórliðum sem vill kaupa hann.

Má þar nefna lið eins og Arsenal, Chelsea, Liverpool, AC Milan, Inter, Real Madrid og PSG.

"Hazard er ungur strákur sem hefur gríðarlega hæfileika. Hann á eftir að gera það gott sama hvar hann endar," sagði Gervinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×