Enski boltinn

Undrabarnið hjá PSV: Ég fer til Manchester United í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson sannfærði strákinn.
Sir Alex Ferguson sannfærði strákinn. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andreas Pereira, sem hefur verið kallaður undrabarnið hjá hollenska liðinu PSV Eindhoven, hefur staðfest það að hann muni ganga til liðs við Manchester United í janúarglugganum.

„Eg veit að PSV gaf mér tækifærið en Manchester United er augljóslega frábær klúbbur. Það voru önnur bresk félög áhugasöm en það er bara draumur að rætast fyrir mig að fá að fara til Manchester United," sagði Andreas Pereira í viðtalið við VoetbalPrimeur.

Pereira er aðeins fimmtán ára gamall, fæddur í Brasilíu en alinn upp í Belgíu. Hann er talinn vera einn allra efnilegasti leikmaðurinn í Evrópu á sínum aldri.

Mörg félög sýndu leikmanninum áhuga en Pereira segir það hafa gert útslagið þegar hann hitti Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, en Pereira hefur nokkrum sinnum farið í heimsókn á Old Trafford. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×