Enski boltinn

Szczesny: Alveg til í að setja pening á það að Arsenal verði meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wojciech Szczesny fagnar með félögum sínum.
Wojciech Szczesny fagnar með félögum sínum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wojciech Szczesny, pólski markvörðurinn hjá Arsenal, segist hafa mikla trú á liðinu á þessu tímabili og að hann sé alveg tilbúinn að setja pening á það að Arsenal verði enskur meistari á þessari leiktíð.

„Ég er alveg tilbúinn að setja pening á það. Ég hef fulla trú á þessum klúbbi og ef við vinnum alla leiki eins að undanförnu, af hverju ekki?," sagði Wojciech Szczesny í viðtali við heimasíðu Arsenal.

„Andinn hefur gjörbreyst innan félagsins og sjálftraustið er orðið meira. Við trúum því að við getum unnið alla leiki," sagði Wojciech Szczesny en Arsenal hefur rifið sig upp eftir skelfilega byrjun. Liðið er engu að síður tólf stigum á eftir toppliði Manchester City.

„Þetta snýst orðið allt um liðsandann núna. Við höfum náð nokkrum góðum úrslitum og erum búnir að endurheimta sjálfstraustið. Við verðum bara að halda áfram og sýn öllum að við getum verið stöðugir," sagði Szczesny.

„Við höfum rifið okkur upp en eigum samt eftir að sanna ýmislegt. Fólk verður að dæma okkur fyrir allt tímabilið en ekki bara fyrir slæma byrjun. Ef við höldum samt áfram á sömu braut þá getum við sýnt öllum hvað verið erum góðir," sagði Szczesny.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×