Enski boltinn

Suarez: Ég hefði kannski getað nýtt færin mín aðeins betur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Luis Suarez, leikmaður Liverpool, er viss um að bæði hann og Liverpool-liðið geti spilað betur en hann er engu að síður nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins til þessa á tímabilinu.

Suarez er markahæsti leikmaður Liverpool á tímabilinu með 7 mörk í 14 leikjum en mörkin hefði getað verið mun fleiri hefði Úrúgvæmaðurinn nýtt eitthvað af þeim fjölda færa sem hann hefur fengið í síðustu tveimur heimaleikjum Liverpool.

Suarez virtist hinsvegar vera bara ómögulegt að koma boltanum framhjá John Ruddy, markverði Norwich og Michel Vorm, markverði Swansea og fyrir vikið náði Liverpool aðeins jafntefli á móti báðum nýliðunum.

„Ég er ánægður af því að liðið hefur verið að spila vel en ég sem framherji mun alltaf fá fullt af færum og kannski hefði ég getað nýtt færin mín aðeins betur," sagði Luis Suarez.

„Framherjar fara alltaf í gegnum tímabil þar sem þeir reyna mikið af skora en boltinn vill bara ekki fara inn. Aðalatriðið er samt að ég er að spila vel og liðið er að spila eins og það á að gera," sagði Suarez.

„Allir strákarnir í liðinu eru að spila vel og þó að við missum menn í meiðsli eins og Stevie og Carra þá höfum við alltaf menn í staðinn. Það er það góða við að vera með svona stóran og góðan leikmannahóp. Við vitum samt allir að við getum gert örlítið betur," sagði Suarez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×