Enski boltinn

Capello missir af brúðkaupi sonar síns

Fabio Capello er eflaust ekkert sérstaklega sáttur eftir að ákveðið var að færa landsleik Englands og Spánar frá föstudegi yfir á laugardag. Hann mun fyrir vikið missa af brúðkaupi sonar síns.

Það sem meira er þá hafði Capello ekki hugmynd um neitt þegar dagsetningunni var breytt. Það var aðstoðarmaður hans, Franco Baldini, sem samþykkti breytinguna en hann hafði ekki hugmynd um brúðkaupið.

Hermt er að eiginkona Capello, Laura, hafi brjálast er hún frétti af þessu.

"Svona er þetta bara stundum og við munum sakna pabba. Leikurinn bryjar á sama tíma og brúðkaupið en hann hringir örugglega í okkur og óskar okkur til hamingju," sagði sonurinn Pierfilippo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×