Enski boltinn

Arsenal og Bayern berjast um Reus

Marco Reus.
Marco Reus.
Arsenal er þessa dagana í harðri baráttu við Bayern Munchen um þjónustu framherjans Marco Reus sem spilar með Borussia Mönchengladbach.

Þessi 22 ára framherji hefur slegið í gegn í vetur og er kominn í þýska landsliðið. Það var Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal, sem benti Wenger á leikmanninn fyrir nokkru síðan.

Það kostar 15 milljónir punda að losa leikmanninn undan samningi.

Líklega verður þó ekkert af því að Arsenal bjóði í leikmanninn í janúar en væntanlega verður hart barist um Reus næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×