Íslenski boltinn

Gunnar líklega á leið í Vesturbæinn

Gunnar í leik með KR. Hann mun væntanlega ganga í raðir Knattspyrnufélags Vesturbæjar að þessu sinni.
Gunnar í leik með KR. Hann mun væntanlega ganga í raðir Knattspyrnufélags Vesturbæjar að þessu sinni.
Gunnar Kristjánsson hefur fengið sig lausan frá Pepsi-deildarliði FH. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Hafnarfjarðarliðið.

"Ég er að fara í nám næsta haust. Ég missi líka af tveim vikum í maí vegna náms og er svo væntanlega farinn út aftur í ágúst eða september," sagði Gunnar við Vísi í dag.

Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar þó semja við 2. deildarliðið KV, Knattspyrnufélag Vesturbæjar, sem hann tengist sterkum böndum enda bróðir hans að þjálfa liðið. Gunnar vildi ekki staðfesta þessar heimildir.

Gunnar er uppalinn KR-ingur sem hefur einnig leikið með Víkingi og nú síðast FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×