Íslenski boltinn

Gunnar Örn samdi til tveggja ára við Stjörnuna

Gunnar Örn á blaðamannafundinum í dag.
Gunnar Örn á blaðamannafundinum í dag. mynd/valli
Gunnar Örn Jónsson skrifaði nú síðdegis undir tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Stjörnunnar. Gunnar kemur til félagsins frá KR þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.

Á blaðamannafundi Stjörnunnar í dag var einnig tilkynnt formlega að Atli Jóhannsson og Tryggvi Sveinn Bjarnason hefðu framlengt samninga sína við félagið. Einnig var skrifað undir samning við fimm unga og efnilega leikmenn félagsins.

Stjörnumenn komu allra liða mest á óvart í Pepsi-deildinni síðasta sumar og ætla sér enn stærri hluti næsta sumar.

Gunnar Örn átti fína spretti í liði KR síðasta sumar en honum tókst aldrei almennilega að festa sig í sessi hjá KR og reynir nú fyrir sér hjá Stjörnunni.

Kantmaðurinn lék með Breiðablik áður en hann fór í KR og vildu margir Blikar fá hann aftur en ekki varð af því þar sem hann er búinn að semja við Stjörnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×