Íslenski boltinn

Valur Fannar til Hauka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valur Fannar í leik með Fylki
Valur Fannar í leik með Fylki Mynd/Pjetur
Valur Fannar Gíslason hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka í 1. deildinni. Þá staðfesti félagið í dag að Magnús Páll Gunnarsson muni leika með liðinu næsta sumar.

Valur Fannar á langan feril að baki en hann hefur leikið lengsta af með Fylkismönnum hér á landi, en einnig með Val og Fram.

Hann samdi við Arsenal ungur að árum en lék aldrei með aðalliði félagsins. Hann var um tíma með Strömsgodset í Noregi en sneri aftur hingað til lands árið 1999.

Samtals á Valur Fannar 242 leiki að baki í deild og bikar hér á landi og hefur hann skorað í þeim nítján mörk.

Magnús Páll lék með Víkingum í sumar en hann er uppalinn Bliki og var í tæpan áratug í Kópavoginum. Hann hefur einnig spilað í neðri deildum Þýskalands.

Ólafur Jóhannesson, fyrrum landsliðsþjálfari, tók við Haukum í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×