Enski boltinn

Whelan: Leikmenn eiga að hætta að kvarta undan kynþáttafordómum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dave Whelan, hinn skrautlegi stjórnarformaður Wigan.
Dave Whelan, hinn skrautlegi stjórnarformaður Wigan. Nordic Photos / Getty Images
Dave Whelan, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Wigan, hefur aldrei legið á skoðunum sínum þótt umdeildar séu. Hann segir nú að knattspyrnumenn eigi að hætta að kvarta undan kynþáttafordómum.

Mál John Terry og Anton Ferdinand hefur verið mikið til umfjöllunar í síðustu viku og þar áður meitt kynþáttaníð Luis Suarez í garð Patrice Evra. Bæði mál eru til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu.

„Ef að hvítur maður móðgar svartan mann er það risamál í fjölmiðlum,“ sagði Whelan við enska fjölmiðla. „En það kippir sér enginn upp við það þegar að svartur maður móðgar hvítan mann.“

„Leikmenn eiga bara að halda áfram að spila fótbolta. Stundum er ýmislegt sagt í hita leiksins og menn verða bara að gleyma því þó að eitthvað sé sagt um litarhaft þeirra, hvort sem einhver sé kallaður hvítur eða svartur.“

„Þetta er bara fótbolti og skiptir engu þótt þú sért hvítur, svartur, bleikur eða rauður. Við erum öll jöfn, spilum fótbolta og eigum bara að halda áfram að gera það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×