Enski boltinn

Rio Ferdinand mun kannski leggja landsliðsskóna á hilluna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rio Ferdinand í leik með Manchester United
Rio Ferdinand í leik með Manchester United Mynd./ Getty Images
Enski knattspyrnumaðurinn Rio Ferdinand veltir því nú fyrir sér að hætta með enska landsliðinu. Þessi fyrrverandi fyrirliði Englands mun á næstu dögum ákveða sig hvort hann muni áfram gefa kost á sér í enska landsliðið.

Ferdinand mun vilja einbeita sér meira að félagsliði sínu en hann hefur leikið með Manchester United síðastliðin ár. Ferdinand var ekki valinn í hóp enska landsliðsins fyrir lokaleikinn gegn Serbum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi og Úkraínu næsta sumar.

Orðrómur er einnig á kreiki að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester Untied, ætli sér að losa sig við leikmanninn, en hann hefur ekki þótt standa sig sem skildi undanfarið.

Ferdinand var ekki í byrjunarliði Manchester United í sigri gegn Everton í gær og svo virðist sem leikmaðurinn sé að færast aftarlega í goggunarröðinni hjá Skotanum. Ferillinn hjá Ferdinand virðist því vera á hraðri niðurleið og því er meira spurning hvort hann verði yfirleitt valinn aftur í enska landsliðið.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×