Enski boltinn

Doncaster þorir að veðja á Diouf

Diouf er afar skapheitur.
Diouf er afar skapheitur.
Það verður seint sagt að það hafi verið slegist um þjónustu Senegalans El-Hadji Diouf síðustu daga. Leikmaðurinn hefur verið samningslaus síðan í sumar og hann samdi í dag til þriggja mánaða við B-deildarlið Doncaster Rovers.

Þessi þrítugi framherji hefur áður leikið fyrir Liverpool, Bolton, Sunderland og Rangers. Hann hefur í tvígang verið valinn besti knattspyrnumaður Afríku.

Hann hefur þess utan skorað 21 landsliðsmark í 69 leikjum. Samkvæmt öllu ætti hann að vera á hátindi ferilsins en hegðun hans hefur gert það að verkum að nánast ekkert félag vill hafa hann.

Doncaster er við botninn í B-deildinni og þarf á allri aðstoð að halda. Gamla markamaskínan Dean Saunders ákveður því að veðja á Diouf til skamms tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×