Enski boltinn

Man. City gæti sektað Kolo Toure

Toure hefur mátt verma bekkinn síðustu vikur.
Toure hefur mátt verma bekkinn síðustu vikur.
Þó svo Kolo Toure sé búinn að afplána sitt sex mánaða bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi þá er hann ekki enn laus allra mála hjá félagi sínu, Man. City.

Félagið hefur nefnilega tekið upp sitt eigið agamál gegn leikmanninum sem hann er allt annað en sáttur við sjálfur.

Félagið gæti því tekið upp á því að refsa leikmanninum sem hefur aðeins einu sinni komið inn af bekknum eftir að hann afplánaði bannið.

Toure hefur látið í það skína að hann vilji fara frá félaginu og líkurnar á því að hann verði áfram hjá City hafa ekki aukist mikið eftir að félagið ákvað að skoða hans mál frekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×