Íslenski boltinn

Atli verður áfram í Stjörnunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Atli í leik með Stjörnunni í sumar.
Atli í leik með Stjörnunni í sumar. Mynd/Anton
Atli Jóhannsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Stjörnuna en hann hafði verið orðaður við sitt gamla félag, ÍBV.

Atli kláraði í sumar sitt annað tímabil hjá Stjörnunni eftir að hafa komið frá KR. Þar áður lék hann með Eyjamönnum en samningur hans við Garðbæinga rann út nú um miðjan mánuðinn.

Þetta eru góð tíðindi fyrir Stjörnuna sem átti gott tímabil í sumar og var hársbreidd frá því að tryggja sér Evrópusæti.

Atli átti við meiðsli að stríða í upphafi tímabilsins en fékk svo að spila meira eftir því sem leið á sumarið. Alls á hann að baki 33 leiki í deild og bikar með Stjörnunni og hefur hann skorað í þeim fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×