Enski boltinn

Nani: Reikna alltaf með sigri á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Portúgalinn Nani mun mæta óhræddur til leiks í Manchester-slagnum um helgina þegar að United tekur á móti City.

City er á toppi deildarinnar eins og er en United getur endurheimt toppsætið með sigri á heimavelli. Nani segir að hann reikni ávallt með sigri í heimaleikjum United.

„City er með frábært lið og marga frábæra leikmenn," sagði Nani við enska fjölmiðla. „Þeir hafa staðið sig vel og þetta verður mjög erfiður leikur."

„En það má ekki gleyma því að við erum United. Þegar við spilum á heimavelli er mjög erfitt að vinna okkur. Við verðum að trúa því að við munum vinna flesta leiki þar."

„Það hafa þó fleiri lið verið að standa sig vel í deildinni eins og Chelsea. Mér finnst því of snemmt að fullyrða að titilbaráttan muni aðeins standa á milli United og City. En það vilja allir vinna leiki eins og þessa og við erum engin undantekning."

United hefur unnið nítján heimaleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni sem er félasgmetsjöfnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×