Íslenski boltinn

Freyr hafnaði tilboði frá BÍ/Bolungarvík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson. Mynd/Valli
Freyr Alexandersson hefur greint frá því að hann átti í viðræðum við forráðamenn BÍ/Bolungarvíkur um að taka að sér starf þjálfara hjá félaginu.

Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net en Freyr ákvað að taka ekki starfinu og vera áfram aðstoðarþjálfari Vals.

Guðjón Þórðarson hefur verið þjálfari BÍ/Bolungarvíkur en hann hætti sem þjálfari liðsins í gærkvöldi. Af viðræðunum við Frey að dæma má gera ráð fyrir því að ákveðið hafi verið fyrir nokkru síðan að reka Guðjón frá félaginu.

Freyr var áður þjálfari kvennaliðs Vals en er nú starfandi aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar hjá karlaliði félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×