Enski boltinn

Chelsea nálgast Hazard

Eden Hazard.
Eden Hazard.
Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Belginn Eden Hazard gangi í raðir Chelsea frá franska liðinu Lille. Forráðamaður hjá Lille staðfestir að félögin séu nálægt því að ná samkomulagi.

"Eden er til í að vera hjá okkur fram á næsta sumar. Hann verður samt ekki ókeypis og líklega verður hann seldur á um 40 milljónir punda," sagði Jean-Michel Vandamme hjá Lille.

Samkvæmt Vandamme þá hafa spænsku stórliðin ekki enn gert sig líklega að kaupa leikmanninn. Arsenal og Man. City eru einnig sögð hafa áhuga rétt eins og ítalska liðið Inter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×