Enski boltinn

Newcastle enn á sigurbraut - umdeilt rautt spjald hjálpaði West Brom

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni klukkan tvö og fögnuðu

Newcastle, West Brom Albion og Sunderland sigri í sínum leikjum. Fyrr í dag höfðu Wolves og Swansea gert 2-2 jafntefli.

West Brom Albion fagnaði sínum fyrsta útisigri á nágrönnum sínum í Aston Villa í 32 ár þegar liðið vann 2-1 sigur á Villa Park. WBA var manni fleiri frá 35. mínútu þegar Chris Herd var rekinn útaf fyrir eitthvað sem enginn sá né skilur.

Darren Bent kom Aston Villa í 1-0 úr víti á 22. mínútu en Jonas Olsson fékk síðan víti og rautt spjald á einhvern óskiljanlega hátt á Chris Herd á 35. mínútu.

Chris Brunt skaut framhjá úr vítinu en Jonas Olsson jafnaði leikinn með þrumuskalla eftir hornspyrnu frá Chris Brunt á 45. mínútu.

Það var síðan Paul Scharner sem skoraði sigurmark WBA á 57. mínútu og kom það líka eftir hornspyrnu eins og fyrra markið.

Yohan Cabaye tryggði Newcastle 1-0 sigur á Wigan með marki níu mínútum fyrir leikslok en Newcastle er því enn taplaust og í 4. sæti deildarinnar.

Ógöngur Bolton héldu áfram þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Sunderland. Stéphane Sessegnon og Nicklas Bendtner skoruðu mörk Sunderland á síðustu átta mínútunum. Grétar Rafn Steinsson var ekki í hópnum hjá Bolton sem situr í fallsæti.

Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Wolves - Swansea 2-2

0-1 Danny Graham (23.), 0-2 Joe Allen (35.), 1-2 Kevin Doyle (84.), 2-2 Jamie O'Hara (86.)

Aston Villa - West Brom 1-2

1-0 Darren Bent, víti (22.), 1-1 Jonas Olsson (45.), 1-2 Paul Scharner (57.)

Bolton - Sunderland 0-2

0-1 Stéphane Sessegnon (82.),0-2 Nicklas Bendtner (90.+3)

Newcastle - Wigan 1-0

1-0 Yohan Cabaye (81.)



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×