Enski boltinn

Venables valdi 11 manna úrvalslið úr liðum United og City: 6-5 fyrir United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nani og David Silva eru báðir í liðinu.
Nani og David Silva eru báðir í liðinu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Terry Venables, fyrrum þjálfari enska landsliðsins og stjóri Barcelona og Tottenham, skirfaði pistil í The Sun þar sem hann valdi ellefu manna úrvalslið úr liðum Manchester City og Manchester United. Manchester-liðin mætast einmitt í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford á morgun.

Frægustu miðverðir Manchester United, Nemanja Vidic og Rio Ferdinand, komast ekki í liðið hjá Venables því hann stillir upp þeim Phil Jones (Manchester United) og Vincent Kompany (Manchester City) saman í miðri vörninni.

Venables velur sex leikmenn Manchester United og fimm leikmenn Manchester City í liðið sitt. Hann stillir upp í leikkerfinu 4-4-1-1 og leggur áherslu á sóknarleikinn.

Venebles nefnir nokkra leikmenn sem eru nálægt því að komast í liðið sitt og fyrir utan fyrrnefnda miðverði United, Vidic og Ferdinand, þá eru það helst Samir Nasri hjá City, Micah Richards hjá City og Javier Hernandez hjá United sem banka á dyrnar.



Úrvalslið Terry Venables úr liðum United og City:

Markvörður: Joe Hart, Manchester City

Hægri bakvörður: Chris Smalling, Manchester United

Miðvörður: Phil Jones, Manchester United

Miðvörður: Vincent Kompany, Manchester City

Vinstri bakvörður: Patrice Evra, Manchester United

Hægri vængmaður: Nani, Manchester United

Miðjumaður: Yaya Touré, Manchester City

Miðjumaður: David Silva, Manchester City

Vinstri vængmaður: Ashley Young, Manchester United

Framherji í holunni: Wayne Rooney, Manchester United

Framherji: Sergio Agüero, Manchester City






Fleiri fréttir

Sjá meira


×