Enski boltinn

Argentínumaður hetja Leeds í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luciano Becchio.
Luciano Becchio. Mynd/Nordic Photos/Getty
Argentínumaðurinn Luciano Becchio var hetja Leeds í 3-2 útisigri á Peterborough í ensku b-deildinni í dag en með þessum sigri komst Leeds-liðið upp í 3. sæti deildarinnar.

Luciano Becchio kom inn á sem varamaður á 89. mínútu og skallaði inn sigurmarkið í uppbótartíma.

Peterborough lék manni færri frá 40. mínútu eftir að Lee Tomlin fékk beint rautt spjald.

Andy Keogh og Adam Clayton höfðu báðir komið Leeds yfir í leiknum en Peterborough jafnaði í bæði skiptin með mörkum Gabriel Zakuani og Mark Little.

Markið hans Little kom á 88. mínútu og það virtist vera að tryggja heimamönnum stig en Simon Grayson, stjóri Leeds, átti ás upp í erminni og skipti Luciano Becchio strax inn á völlinn.

Leeds er nú eitt af fjórum liðum í 2. til 5. sæti sem hafa 21 stig eftir tólf leiki. Hin eru West Ham, Middlesbrough og Derby en Southampton hefur fimm stiga forskot á toppnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×