Enski boltinn

Aron Einar með tvö mörk í 5-3 sigri Cardiff

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Aron Einar Gunnarsson er á skotskónum þessa dagana en hann skoraði tvö mörk í 5-3 sigri Cardiff á Barnsley í ensku b-deildinni í dag.

Aron Einar skoraði fyrra markið sitt á 38. mínútu með skoti rétt utan teigs en hann kom þá Cardiff í 3-1. Seinna mark hans kom á 71. mínútu af stuttu færi en hann kom Cardiff þá í 5-1. Barnsley skoraði tvö síðustu mörk leiksins á síðustu átta mínútunum.

Þetta var í fyrsta sinn sem Aron Einar, sem spilar sem afturliggjandi miðjumaður, skoraði tvö mörk í einum leik í ensku b-deildinni. Hann hefur nú skorað 9 mörk í 134 leikjum í ensku b-deildinni.

Aron Einar skoraði líka í síðasta leik Cardiff þegar liðið tapaði 3-4 á móti Peterborough á útivelli. Þetta eru fyrstu mörk hans á tímabilinu en í fyrra skoraði Aron Einar 4 mörk í 42 leikjum með Coventry City.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×