Enski boltinn

Balotelli kveikti í húsinu sínu - lék sér að skjóta flugeldum út um glugga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli er enn á ný kominn í vandræði og nú á versta tíma eða aðeins rúmum sólarhring áður en Manchester City mætir nágrönnum sínum í einum mikilvægasta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Guardian segir frá eldi á heimili hans aðfaranótt laugardags.

Hvort að þetta hafi verið leið Mario Balotelli til að boða flugeldasýningu á móti Manchester United á Old Trafford á morgun er ekki vitað en hann þurfti allavega að kalla á slökkvuliðið eftir að það kviknaði í heima hjá honum í nótt.

Mario Balotelli og vinir hans voru að leika sér að því að skjóta af flugeldum út úr glugga á klósettinu á heimili hans en það endaði ekki betur en að það kviknaði í húsinu.

Húsið skemmdist mikið en engin slys urðu á mönnum og Mario Balotelli slapp því ómeiddur út úr þessu ævintýri en slæmt orðspor hans batnaði ekki mikið við þessar fréttir.

Lögreglan þurfti þó um tíma að hafa sig alla við til að halda aftur af Mario Balotelli sem vildi fara inn í brennandi húsið til að bjarga eitthvað af eigum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×