Enski boltinn

Grant Holt hjá Norwich: Heppnin var með okkur í liði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grant Holt fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld.
Grant Holt fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Grant Holt og John Ruddy voru mennirnir á bak við stig Norwich á Anfield í kvöld en Liverpool og nýliðarnir gerðu þá 1-1 jafntefli. Holt skoraði jöfnunarmarkið og Ruddy varði hvað eftir annað glæsilega í markinu.

„Við höfðum heppnina með okkur í liði í fyrri hálfleik en stjórinn talaði trú í okkur í hálfleiknum og við héldum áfram. Allir í liðinu lögðu mikið á sig og uppskáru eftir því," sagði Grant Holt sem hefur skorað bæði á Anfield og á Brúnni í vetur.

„Ég er rosalega ánægður með stigið. Strákarnir voru magnaðir í seinni hálfleiknum og það var eins við breyttum um ham eftir hlé," sagði John Ruddy, markvörður Norwich sem varði nokkrum sinnum frábærlega frá Luis Suarez í þessum leik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×