Enski boltinn

Dalglish: Eitt stig gefur ekki rétta mynd af spilamennskunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, þurfti að horfa upp á sína menn fara afar illa með dauðafærin og sjá á eftir tveimur stigum á heimavelli í 1-1 jafntefli á móti nýliðum Norwich á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

„Við áttum skilið að fá öll þrjú stigin út úr þessum leik. Við vorum að spila vel upp að vissu marki, hreyfðum boltann vel og sköpuðum fullt af færum. Á meðan munurinn er bara eitt mark þá áttu þeir samt alltaf von," sagði Kenny Dalglish en Liverpool átti meðal annars þrjú skot í tréverkið áður en Norwich jafnaði metin.

„Þeir héngu inn í leiknum á meðan við bættum ekki við marki og með því að nýta ekki okkar færi þá buðum við þeim upp á tækifæri sem þeir nýttu sér," sagði Kenny Dalglish.

„Þetta eru mikil vonbrigði því eitt stig gefur ekki rétta mynd af spilamennsku strákana. Ef þeir halda áfram að spila svona þá eiga þeir eftir að vinna fleiri leiki en þeir tapa," sagði Dalglish.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×