Enski boltinn

Javier Hernandez: Þetta er rosalega stór leikur fyrir alla í Manchester

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez.
Javier Hernandez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Javier Hernandez, framherji Manchester United, segir að United vanmeti ekki styrk Manchester City en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar mætast á Old Trafford í dag.

„Manchester City er að standa sig vel og þeir hafa bætt sig mikið en við hugsum bara um okkur sjálfa," sagði Javier Hernandez í samtali við BBC.

„Við vanmetum ekkert lið og við búumst við því að allir leikir verði erfiðir. City er með góðan stjóra, þeir hafa eytt miklum pening í leikmenn og eru að gera góða hluti. Öll lið vilja samt vinna Manchester United ekki bara þeir," sagði Hernandez.

„Þetta er rosalega stór leikur fyrir alla í Manchester, okkur leikmennina og stuðningsmenn beggja félaganna. Manchester City er á toppnum en Manchester United vill alltaf vera á toppnum," sagði Hernandez.

Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 12.30 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Sport 2 HD.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×