Enski boltinn

Arsenal vann Stoke - Van Persie sjóðheitur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robin Van Persie
Robin Van Persie Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsenal vann góðan sigur, 3-1, á Stoke City í dag en leikurinn fór fram á Emirates-vellinum í London.

Gervinho kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik eftir skot af stuttu færi, en Aaron Ramsey átti fyrirgjöfina.

Peter Crouch, leikmaður Stoke, jafnaði metinn nokkrum mínútum síðari og var staðan 1-1 í hálfleik.

Það var síðan Robin van Persie sem skoraði annað mark Arsenal, en Gervinho gaf frábæra sendingu á Hollendinginn sem afgreiddi boltann snyrtilega í netið.

Robin van Persie var aftur á ferðinni nokkrum mínútum fyrir leikslok þegar hann gulltryggði sigur Arsenal, en  aftur gaf Gervinho stoðsendinguna og átti því þátt í öllum mörkum heimamanna í leiknum.

Arsenal er því í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig, en Stoke er í því níunda með 12 stig.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×