Enski boltinn

Rooney og Welbeck í framlínu United - Evans valinn frekar en Vidic

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Danny Welbeck.
Wayne Rooney og Danny Welbeck. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hafa tilkynnt byrjunarliðin sín í Manchester-slagnum sem hefst klukkan 12.30 á Old Trafford en þarna mætast tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar.

Ferguson stillir upp þeim Wayne Rooney og Danny Welbeck saman í framlínunni og þá ákveður hann að velja frekar á Jonny Evans en Nemanja Vidic. Phil Jones er ekki heldur með að þessu sinni.

Mancini er með þá Mario Balotelli og Sergio Aguero saman í framlínunni og Yaya Toure er á miðjunni en ekki Nigel de Jong. Samir Nasri og Edin Dzeko þurfa báðir að sætta sig við að sitja á bekknum í dag.



Liðin í stórleiknum á Old Trafford:

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Smalling, Ferdinand, Evans, Evra, Nani, Fletcher, Anderson, Young, Rooney, Welbeck

Varamenn: Lindegaard, Jones, Berbatov, Park, Hernandez, Fabio Da Silva, Valencia.

Byrjunarlið Manchester City: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Clichy, Toure Yaya, Barry, Milner, Silva, Balotelli, Aguero.

Varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Dzeko, Kolarov, Nasri, Toure, De Jong.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×